04. september, 2007 - 20:28
Fréttir
Sumarbústaður í svokallaðri Heiðarbyggð í Vaðlaheiði gegnt Akureyri eyðilagðist í eldi nú í kvöld. Slökkvistarf stendur enn yfir en ljóst er að bústaðurinn er ónýtur. Eigandi sumarbústaðarins, sem búsettur er á Akureyri, hafði skotist yfir í heiði seinnipartinn í dag, til að taka inn borð og stóla í hvassviðrinu. Honum var því að vonum brugðið að fylgjast með slökkviliðsmönnum með kúbein og fleira að vopni við rífa þak og þakskegg til að komast fyrir eldinn. Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um eldinn kl. 19.08 í kvöld og voru dælubíll og tankbíll þegar sendir á staðinn. Sem fyrr segir stendur slökkvistarf enn yfir en slökkvliðsmönnum hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. Eldsupptök er ókunn.