07. desember, 2007 - 13:08
Fréttir
Súlan EA 300, sem strandaði í innsiglingunni til Grindavíkur í morgun, losnaði af strandstað laust eftir klukkan 11 og var dregin til hafnar. Það var björgunarskipið Oddur V. Gíslason, sem náði að losa skipið eftir nokkrar tilraunir en Súlan er drekkhlaðin af síld. Auk Odds V. Gíslasonar voru björgunarbátarnir Villi, Árni í Tungu og Áskell sendir á staðinn. Varðskip var einnig sent áleiðis og þyrla Landhelgisgæslunnar. Þrettán manna áhöfn er um borð í Súlunni. Talið er að stýrisbúnaður hafi bilað og það hafi valdið því að skipið fór af réttri siglingarleið.