Súlan komin í slipp á Akureyri

Nótaskipið Súlan EA kom til Akureyrar í hádeginu í dag frá Neskaupstað en gert verður við skipið hjá Slippnum eftir strandið við Grindavík á föstudagsmorgun. Rétt í þessu var verið að taka Súluna upp í dráttarbraut Slippsins og var þegar byrjað að kanna skemmdirnar á botni skipsins. Súlan var útleið frá Grindavík með fullfermi af síld þegar hún strandaði en skipið hafði skilið nótina þar eftir. Súlan fór aftur inn til Grindavíkur eftir að hún losnaði af strandstað en frá Grindavík var siglt til Neskaupstaðar þar sem landað var úr skipinu í gær.

Nýjast