Súlan EA á leið til Akureyrar í slipp

Nótaskipið Súlan EA kemur til Akureyrar upp úr hádegi á morgun mánudag. Samkvæmt því sem Vikudagur kemst næst, stendur til að taka skipið í slipp og kanna skemmdir eftir að það strandaði í innsiglingunni til Grindavíkur sl. föstudagsmorgun. Súlan var með fullfermi af síld þegar hún strandaði á útleið frá Grindavík. Skipið hafði komið þangað inn til að skilja nótina eftir.

Það var björgunarskipið Oddur V. Gíslason, sem náði að losa skipið af strandstað. Súlan fór aftur inn til Grindavíkur eftir að hún losnaði af strandstaðnum en frá Grindavík var siglt til Neskaupsstaðar þar sem landað var úr skipinu fyrr í dag. Þessa stundina er svo Súlan á siglingu til Akureyrar sem fyrr sagði.

Nýjast