Styrkjahátíð Sparisjóðs Norðlendinga

Fyrr í dag, fimmtudaginn 15. nóvember, fór fram í annað sinn Styrkjahátíð Sparisjóðs Norðlendinga (SPNOR). Á liðnu vori var í fyrsta sinn haldin slík styrkjahátíð og vakti hún það mikla ánægju að ákveðið var að gera hana að reglulegum viðburði eftirleiðis. Þeir sem hlotið hafa styrk frá SPNOR á árinu eru kallaðir saman og veitt viðurkenning fyrir mikilvægt framlag sitt til samfélagsins í þágu íþrótta, menningar og lista ásamt öðrum málaflokkum. "Sparisjóður Norðlendinga hefur um árabil lagt mikla áherslu á að styðja dyggilega við ýmiss konar samfélags- og velferðarmál, svo sem íþróttafélög og menningu, með það að markmiði að auðga og bæta mannlíf á svæðinu. Málefnin eru fjölbreytt en allir styrkþegarnir eiga það sameiginlegt að vinna ötullega að sínum málum. Við buðum þeim hingað til að veita þeim viðurkenningu og vekja þannig athygli á því góða starfi sem þeir vinna til að gera samfélag okkar eins skemmtilegt og fjölbreytt og raun ber vitni," segir Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga.

Þeir sem fengu viðurkenningu SPNOR að þessu sinni eru:

Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri

Fimleikafélag Akureyrar

Þór, knattspyrnudeild

Miðaldamarkaðurinn á Gásum

Siglingaklúbburinn Nökkvi

Skautafélag Akureyrar, listhlaupadeild

Sundfélagið Óðinn

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, vegna skólatónleika

UMF Smárinn, Arnarneshreppi og Hörgárbyggð

Goðamótið

Aflið, systursamtök Stígamóta

Vaxtarræktin

Nýjast