Stjórnsýslunefnd Akureyrarbæjar ánægð með framkvæmd lýðræðisdagsins

Stjórnsýslunefnd Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um hugmyndir og tillögur sem komu fram í málstofum á íbúaþingi í Brekkuskóla þann 12. apríl sl. Stefnt er að því að halda slíkt málþing aftur í febrúar á næsta ári. Stjórnsýslunefnd lýsti yfir ánægju sinni með framkvæmd lýðræðisdagsins en samandregnar hugmyndir og tillögur birtust í Vikudegi 30. apríl sl. sem var dreift á hvert heimili í bænum. Einnig hafa stjórnendur bæjarins fjallað um hugmyndirnar á starfsdegi. Stjórnsýslunefnd hefur flokkað hugmyndirnar eftir málaflokkum og beinir þeim tilmælum til fastanefnda bæjarins að þær taki hugmyndirnar til umfjöllunar og samþættingar við núverandi starfsáætlanir. Stjórnsýslunefnd óskar eftir upplýsingum um hvaða hugmyndum og tillögum verði hrint í framkvæmd.  

Nýjast