Starfsfólk VÍS og Lýsingar á eldvarnarnámskeiði

Starfsfólk VÍS og Lýsingar á Akureyri, makar, börn og barnabörn heimsóttu slökkvistöðina á Akureyri á dögunum. Þar fóru þeir fullorðnu á eldvarnarnámskeið, bæði bóklegt og verklegt, á meðan þau yngri fengu að kynnast búnaði slökkviliðsins og m.a. að kíkja yfir næstu hús úr körfubíl slökkviliðsins. Eftir að þeir fullorðnu höfðu setið á skólabekk um stund, var farið út á plan, þar sem þeir fengu verklega kennslu með bæði handslökkvitæki og eldvarnarteppi, sem nauðsynlegt er fyrir að alla að kunna að meðhöndla.

Nýjast