08. maí, 2008 - 13:14
Fréttir
SS Byggir átti lægsta tilboð í byggingu og fullnaðarfrágang lóðar og húss í fyrri áfanga Naustaskóla en tilboð voru
opnuð í dag. Fyrirtækið bauð 567,2 milljónir króna í verkið, eða rúm 104% af kostnaðaráætlun.
Alls buðu sex fyrirtæki í verkið og voru þau öll tilboðin yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á um 544,5 milljónir
króna. Hyrna bauð um 579,5 milljónir, Ístak um 634,8 milljónir, P. Alfreðsson bauð um 653,8 milljónir, Ans bauð 670 milljónir og Virkni
bauð um 734,7 milljónir króna. Um er að ræða byggingu grunnskóla og skal framkvæmdum við hús og lóð að fullu lokið 1.
ágúst 2009.