Eftirfarandi söfn verða opin frá 11-17 og aðgangur er ókeypis: Amtsbókasafnið, Davíðshús, Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Sigurhæðir, Byggðasafnið Hvoll á Akureyri, Gamli bærinn Laufás, Holt - hús Öldu Halldórsdóttur í Hrísey, Hús hákarla-Jörundar í Hrísey, Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar, Safnasafnið, Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, Smámunasafn Sverris Hermannssonar og Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.
Fólk getur farið með safnarútum um allan fjörðinn án endurgjalds og er þannig hvatt til að skilja bílinn eftir heima. Áætlanir safnarútanna eru sem hér segir: Safnarúta 1: Frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Hafnarstræti 82, kl. 10. Fer á Smámunasafn Sverris Hermannssonar, Safnasafnið og Gamla bæinn Laufás. Leiðsögumaður með í för. Heimkoma kl 15. Safnarúta 2: Frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Hafnarstræti 82, kl. 10. Fer á Byggðasafnið Hvol á Dalvík, Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði, Þjóðlagasetrið á Siglufirði og Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði. Leiðsögumaður með í för. Heimkoma kl 17. Hríseyjarferð: Farið með safnarútu 2 út á Árskógssand - siglt til Hríseyjar, leiðsögn í Húsi hákarla-Jörundar og Ölduhúsi - siglt með ferju með leiðsögn til Dalvíkur og farið á Byggðasafnið Hvol. Lágmarks fjöldi farþega í safnarúturnar er 10 manns. Safnastrætó : Frá Nætursölunni kl. 13, 14, 15 og 16 á milli safnanna á Akureyri. Verkefnið er afrakstur samstarfs safnafólks í Eyjafirði styrkt af Akureyrarstofu, Menningarráði Eyþings, Sérleyfisbílum Akureyrar og leiðsögumönnum á Norðurlandi.