21. september, 2007 - 12:43
Fréttir
Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar Akureyrar segir að afar sérkennilega hafi verið staðið að þeirri ákvörðun Húsafriðunarnefndar að fara þess á leit við menntamálaráðherra að friða húsið Hafnarstræti 98. Þetta hafi verið slæm vinnubrögð og illa að málum staðið. Það sem aðallega er gegnrýnt er að Húsafriðunarnefnd skuli loks nokkrum dögum áður en rífa á umrætt hús koma fram með þessa beiðni. ,,Nefndin hefur haft ótal tækifæri til þess að koma að málum, síðast þegar húsreiturinn var deiliskipulagður upp á nýtt" segir Jón Ingi. Eigendur hússins hafa lýst furðu á vinnubrögðunum enda lengi verið opinbert að rífa ætti húsið og byggja nýtt á lóðinni. Þau áform eru nú í uppnámi en menntamálaráðherra mun eiga síðasta orðið í þessu sérkennilega máli.