Skólanefnd Akureyrar fagnar niðurstöðum PISA rannsóknar

Skólanefnd Akureyrar fagnar niðurstöðum PISA rannsóknarinnar 2006, sem nú liggja nú fyrir en málið var til umræðu á fundi nefndarinnar í gær. Í gögnum sem liggja fyrir frá Námsmatsstofnun og fræðslustjóri fór yfir á fundinum má sjá að grunnskólarnir á Akureyri eru vel yfir meðaltali Íslands í öllum greinum þ.e. lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði og að árangri nemenda á Akureyri er ekki að hraka eins og fram hefur komið í fréttum af árangri Íslands í heild.

Nemendur í grunnskólum Akureyrarbæjar standa sig best í stærðfræði og er árangurinn vel yfir meðaltali OECD ríkjanna, en í lesskilningi og náttúrufræði liggur árangurinn við eða yfir meðaltali OECD ríkjanna. Þessi árangur í öllum þremur greinunum staðfestir að í grunnskólunum á Akureyri er í heildina unnið gott starf en alltaf má gera betur og því þarf að nýta þessa niðurstöður til að greina styrkleika og veikleika í námi nemenda svo kennarar, stjórnendur og foreldrar geti lagst á eitt til að gera enn betur, segir í bókun skólanefndar.

Nýjast