Skólamáltíðir á Akureyri hækka í verði

Meirihluti bæjarráðs Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu um að gjaldskrá skólamötuneyta grunnskóla hækki um 7% frá og með 1. janúar 2008. Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni. Ástæða hækkunarinnar er fram komin hækkun á hráefni, kjarasamningsbundnar launahækkanir og hallarekstur á árinu 2007 en reksturinn á að standa undir kostnaði. Verð á máltíð í annaráskrift verður kr. 274 og stakar máltíðir munu kosta kr. 370. Áður hafði meirihluti skólanefndar samþykkt tillöguna.

Nýjast