14. júlí, 2008 - 15:30
Fréttir
Sjö ára drengur var fluttur til aðhlynningar á slysadeild Sjúkrahúss Akureyrar, eftir að hann hjólaði inn í hlið bíls á
gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis.
Óhappið varð um tvö leytið í dag og að sögn lögreglu hlaut drengurinn minni háttar meiðsli. Það hefur örugglega orðið
drengnum til happs að vera með hjálm á höfði.