15. febrúar, 2008 - 18:11
Fréttir
Forsvarsmenn Siglingaklúbbsins Nökkva á Akureyri hafa uppi metnarfullar hugmyndir um uppbyggingu á starfssvæði klúbbsins við Pollinn. Rúnar
Þór Björnsson, formaður Nökkva, mætti á fund Akureyrarstofu í vikunni og kynnti þau áform. Stjórn Akureyrarstofu lýsti yfir
ánægju með þær áætlanir sem Rúnar Þór kynnti. Ljóst er að Pollurinn getur orðið útivistarsvæði sem
hefur svipaða þýðingu fyrir Akureyri og nágrenni og Hlíðarfjall og golfvöllurinn. Það eru því miklir möguleikar tengdir
uppbyggingunni bæði fyrir íþrótta- og ungmennastarf á Akureyri en ekki síður fyrir ferðaþjónustu á svæðinu, segir
í bókun stjórnar Akureyrarstofu.