SGS falið umboð samningaviðræðna

Á fundi samninganefndar Einingar-Iðju í Sveinbjarnargerði í vikunni var ákveðið að framselja samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, SGS, umboð til gerðar viðræðuáætlunar og fyrir hönd félagsins við Samtök atvinnulífsins vegna samninga sem renna út 31. desember 2007 og einnig við ríkið, en þeir samningar renna út 31. mars á næsta ári. Einnig veitti fundurinn SGS samningsumboð vegna samningaviðræðna við SA. Fyrsta þing SGS, samkvæmt nýjum lögum sambandsins sem samþykkt voru á ársfundi árið 2005, verður haldið 3. til 5. október nk. að Hótel Loftleiðum. 15 fulltrúar frá Einingu-Iðju munu sitja þingið, en alls munu 132 þingfulltrúar frá 24 aðildarfélögum SGS sækja þingið sem verður sett kl. 16:00 miðvikudaginn 3. október með ræðu formanns SGS, Kristjáns Gunnarssonar. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Jonny Hagen, fráfarandi formaður norska og norræna matavælasambandsins, munu ávarpa þingið.

Nýjast