17. júlí, 2008 - 16:00
Fréttir
Leit hefur staðið yfir í dag að tveimur erlendum ferðamönnum í Fjörðum, pari sem ekkert hefur spurst til síðan á sunnudag. Skúli
Árnason björgunarsveitarmaður á Akureyri, sem flaug yfir svæðið fyrir stundu, taldi sig hafa séð fólkið í Látrum.
Skúli sagði að senda ætti slöngubát frá Grenivík og norður að Látrum til að ganga úr skugga um þarna væru
umræddir ferðalangar á ferð, sem virtust í góðu yfirlæti við nýjan skála sem þar er. Skúli sagði að einnig
hefði sést til göngufólks norðar á svæðinu.