Sérstök sýning á 180 bókum á Amtsbókasafninu

Í tilefni af 180 ára starfsafmæli Amtsbókasafnsins á Akureyri í fyrra, hefur starfsfólk safnsins safnað saman til sýningar 180 bókum, einni bók frá hverju starfsári safnsins á árunum 1827-2007. Valið á bókunum snerist m.a. um að sýna sem mesta fjölbreytni, þær bæru merki síns tíma og lýstu þannig jafnvel tíðarandanum. Bókaútgáfa hefur dafnað jafnt og þétt frá árinu 1827 og var því úr meiru að moða við valið eftir því sem nær dró árinu 2007. Það má segja að hægt sé að ferðast í gegnum tímann með því að líta með þessum hætti yfir farinn veg og óskar starfsfólk því safngestum sem koma til að skoða sýninguna, góðrar ferðar um árin 180. Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins og stendur til janúarloka.

Nýjast