21. apríl, 2008 - 19:42
Fréttir
Umhverfisnefnd Akureyrar hefur fjallað um svifryk og hálkuvarnir á fundum sínum og samkvæmt bókun frá síðasta fundi nefndarinnar liggur fyrir
að semja nýjar reglur um hálkuvarnir.
"Ljóst er að þrátt fyrir ýmsar tilraunir hefur okkur ekki tekist að koma böndum á svifryk og því nauðsynlegt að hyggja að
róttækari breytingum. Sandburður á götur bæjarins hefur líklega mjög afgerandi áhrif á svifryksmyndun og því telur
umhverfisnefnd nauðsynlegt að stemma stigu við slíku og leita nýrra leiða.
Nefndin vísar því málinu til bæjarráðs og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og óskar umsagnar þeirra áður en
lokið verður við tillögur umhverfisnefndar í málefnum hálkuvarna á Akureyri. Að fengnum umsögnum mun nefndin leggja fram tillögur um
hálkuvarnir á götum og gangstígum fyrir bæjarstjórn. Þessu verkefni skal lokið fyrir næsta haust eða nánar tiltekið fyrir 15.
september nk.," segir í bókun umhverfisnefndar.