12. maí, 2008 - 21:52
Fréttir
Sauðburður er komin á fullt skrið á einstaka bæ á starfssvæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar, en víðast er hann að fara
í gang þessa dagana. "Ég hef ekki heyrt annað en vel gangi þar sem sauðburður er hafinn," segir Ólafur G. Vagnsson ráðunautur.
Tún koma ágætlega undan vetri og segir Ólafur að sáralítið sem ekkert sé um kal í túnum. Tíðarfarið í
vetur var með þeim hætti að lítil hætta skapaðist á kali, svell þurfi að liggja yfir túnum yfir langan tíma til að
slíkar aðstæður skapist og þær aðstæður urðu ekki á liðnum vetri.