11. mars, 2008 - 15:23
Fréttir
Á ársþingi UMSE sem fram fór í Valsárskóla á Svalbarðsströnd um síðustu helgi var samþykkt að kaupa tryggingar
fyrir félagsmenn aðildarfélaga og munu UMSE og aðildarfélögin skipta með sér kostnaði varðandi það. Um er að ræða
örorku- og dánartryggingu fyrir félaga og árbyrgðartryggingu fyrir félögin. Árni Arnsteinsson lét af formennsku eftir 6 ára setu og
einnig lét ritarinn Helga Guðmundsdóttir af störfum. Í þeirra stað voru kjörin formaður Sigurður Hólmar Kristjánsson,
Hestamannafélaginu Funa og ritari Kristlaug María Valdimarsdóttir, Umf. Smáranum. Þingið var ágætlega sótt og fór vel fram.
Þá var Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Umf. Þorsteini Svörfuði, endurkjörin meðstjórnandi. Í varastjórn lét Hringur Hreinsson
af störfum eftir áralanga setu. Eyrún Elva Marinósdóttir Umf. Reyni var endurkjörin í varastjórn og Óskar Óskarsson,
Skíðafélagi Dalvíkur og Þorgerður Guðmundsdóttir, Umf. Samherjum voru einnig kjörin í varastjórn. Gestir þingsins voru Helga G.
Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Friðrik Einarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, Viðar Sigurjónsson, sviðsstjóri
fræðslusvíðs ÍSÍ og Bergþóra Aradóttir fulltrúi frá Svalbarðsstrandarhreppi. KEA bauð þingfulltrúum og gestum
þingsins upp á hádegisverð. Í lok þingsins var boðið til kaffisamsætis og voru veitt verðlaun til félaga og
íþróttamanna fyrir árangur sinn á árinu 2007. Umf. Samherjar hlaut félagsmálabikarinn og Ari Jósavinsson
frjálsíþróttaþjálfari hlaut viðurkenninguna Vinnuþjarkurinn. Íþróttamaður UMSE árið 2007 var kjörinn
Björgvin Björgvinsson skíðamaður úr Skíðafélagi Dalvíkur.