Samningur við Þór til bæjarstjórnar

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að vísa uppbyggingarsamningi við Íþróttafélagið Þór til afgreiðslu bæjarstjórnar. Samningurinn var undirritaður 10. september sl. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og íþróttaráð hafði samþykkt fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti. Nánar er fjallað um samninginn í Vikudegi í dag.

Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason lagði fram sérstaka bókun á fundi bæjarráðs í morgun. "Ég óska Íþróttafélaginu Þór og Ungmennafélagi Akureyrar til hamingju með samninginn og vona að hann verði félögunum til framdráttar. Ég vil þó ítreka þá skoðun mína að aðalleikvangur bæjarins er betur staðsettur þar sem hann er í dag og vísa í fyrri bókanir máli mínu til stuðnings."

Nýjast