20. nóvember, 2007 - 18:09
Fréttir
Einstakar deildir Vöku á Siglufirði sameinast Einingu-Iðju, Félagi byggingamanna Eyjafirði, Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri, Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni og Sjómannafélagi Eyjafjarðar 1. janúar nk. Atkvæðagreiðsla um sameiningu fór fram dagana 15., 16. og 19. nóvember og fór talning atkvæða fram í dag. Þó svo að þátttaka hafi verið dræm voru úrslitin engu að síður afgerandi, mikill meirihluti sagði já, eða 95%. Kjördeildir voru á fimm stöðum; á Akureyri, Dalvík, Grenivík, Hrísey og Ólafsfirði. Á sama tíma fór fram atkvæðagreiðsla á Siglufirði, 96% þeirra sem tóku þátt sögðu já. Því mun sameiningin taka gildi frá og með 1. janúar 2008.