Þrátt fyrir að nú séu jól taka íþróttamenn sér enga hvíld frá keppni. Um helgina á karlalið Skautafélags Akureyrar leik gegn SR í Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn fer fram á laugardag og hefst kl. 17:00 í Skautahöllinni á Akureyri.
Karlalið Þórs í körfubolta heldur vestur á land, nánar tiltekið á Snæfellsnes og etur þar kappi gegn Snæfellingum í Icelandexpressdeild karla í körfubolta. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16:00.