Rúmar 600 milljónir til gatnagerðar

Á fundi framkvæmdaráðs Akureyrar lagði meirihluti ráðsins til framkvæmdaáætlun fyrir árið 2008 þar sem gert er ráð fyrir 613 milljónum króna vegna gatnagerðar og 8 milljónum króna vegna bifreiðastæðasjóðs. Jafnframt samþykkir framkvæmdaráð framkvæmdaáætlun í umhverfismálum að upphæð 36 milljónir króna. Þá samþykkti meirihluti ráðsins kaup eignasjóðs á eftirfarandi: Vegna SVA strætisvagns að upphæð 24 milljónir króna og tveggja biðskýla að upphæð 1,7 milljónir króna, vegna tækjabúnaðar Framkvæmdamiðstöðvar að upphæð 15 milljónir króna og búnaðar fyrir Slökkvilið Akureyrar að upphæð 9 milljónir króna.

Nýjast