16. maí, 2008 - 09:10
Fréttir
Halldór Jónsson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri sagði á ársfundi sjúkrahússins að ekki ætti að vera neitt
því til fyrirstöðu að rekstur líknardeildar geti hafist á næsta ári.
Hann sagði að vinna við breytingar á deiliskipulagi á lóð sjúkrahússins hefði staðið yfir um nokkuð langan tíma en sé
nú lokið. "Skipulag lóðarinnar hefur verið endurskoðað, lóðamörkin einnig endurskoðuð og fyrir liggur nú samþykkt skipulag
þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á líknardeild á lóð sjúkrahússins. Vinna við það getur nú hafist af
fullum krafti," sagði Halldór.