Rakel Hönnudóttir áfram hjá Þór/KA

Rakel Hönnudóttir hefur tekið þá ákvörðun að klára núverandi samning sinn við Þór/KA og mun því spila með liðinu næsta tímabil.

Hún var á dögunum valin efnilegust knattspyrnukvenna í Landsbankadeildinni sumarið sem leið og var mjög eftirsótt af liðum á höfuðborgarsvæðinu. 

Rakel, sem er fædd 1988, hefur verið markahæsti leikmaður Þórs/KA sl. tvö ár og því þarf ekki að taka það fram hversu mikilvægt er fyrir liðið að halda henni. 

Nýjast