Ráðstefna um öryggis- og skipulagsmál hestamanna

Landsamband hestamannafélaga heldur ráðstefnu um öryggis- og skipulagsmál hestamanna á Akureyri á morgun, föstudaginn 29. febrúar kl. 16.30. Ráðstefnan verður í sal Brekkuskóla og er gengið inn að vestan gegnt Íþróttahöllinni. Halda átti ráðstefnuna fyrr í þessum mánuði en henni varð að fresta vegna veðurs. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjalla um öryggismál hestamanna í ljósi tíðra slysa á hestamönnum undanfarið og þeirrar staðreyndar að stöðugt þrengir að svæðum hestamanna við þéttbýli sem hefur skapað aukna slysahættu. Dæmi um þetta er tillaga Akureyrarbæjar um að koma fyrir hávaðasömum akstursíþróttum rétt við hesthúsahverfin og aðalreiðleiðir bæjarins sem hefur verið mikið hitamál meðal hestamanna, segir í tilkynningu frá Ástu Ásmundsdóttur formanni Léttis.

Reiknað er með að á ráðstefnuna komi fulltrúar bæjarins, hestamenn og aðrir hagsmunaaðilar og því má búast við fjörugum umræðum.

Dagskrá ráðstefnunnar:

I: Öryggis- og skipulagsmál

  • 1) Haraldur Þórarinsson formaðu LH:

- Framsöguerindi

  • 2) Ásta M. Ásmundsdóttir formaður Léttis:

- Hvað getum við lært af reynslu hestamannafélagsins Léttis?

  • 3) Halldór Halldórsson formaður reiðvega og skipulagsnefndar LH:

-Kynning á reiðvega- og skipulagsmálum hestamanna.

  • 4) Gunnar Sturluson formaður öryggisnefndar:

- Öryggismál í brennidepli

  • 5) Ragnheiður Davíðsdóttir frá VÍS:

- Öryggismál og forvarnir

  • 6) Umræður

II: Landsmót

  • 1) Jóna Fanney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri LM:

- Landsmót 2008 undirbúningur

III: Almennar umræður

Ráðstefnuslit

Nýjast