04. mars, 2008 - 11:45
Fréttir
Íþróttasamband Íslands og Vetraríþróttamiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu og námskeiðum um útivist
og vetraríþróttir fatlaðra í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 6. - 10. mars nk. Sérstakur gestur ráðstefnunnar verður Beth Fox
frá Colorado fylki í Bandaríkjunum. Hún hefur unnið með fötluðum í útivist síðastliðin 25 ár og í Colorado
stunda fatlaðir útivist af miklum krafti. Ráðstefnan og námskeiðið er ætlað fyrir fatlaða iðkendur, aðstandendur þeirra,
fagfólk og þá sem starfa með fötluðum og alla sem hafa áhuga á útiveru fyrir fatlaða. Áhugasamir eru hvattir til að skrá
sig. Beth Fox mun halda kynningu á útivistastarfsemi fatlaðra föstudagskvöldið 7. mars og þá munu aðstandendur kynna reynslu sína.
Mánudaginn 10. mars verður málþing í Hlíðarfjalli um vetraríþróttir fatlaðra undir yfirskriftinni „Stoppar þekkingarleysi
útivistarmöguleika fatlaðra?"
DAGSKRÁ:
6. mars 2008
Kl. 20:00 - Íþróttamiðstöðin í Laugardal. Opinn fundur um vetraríþróttir og útivist fyrir fatlaða.
7. mars 2008
Kl. 13:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Beth Fox kynnir skíðabúnað og fer yfir dagskrá námskeiðsins.
Kl. 17:30 - Skautahöllin á Akureyri. Kynning á sérbúnaði til skautaiðkunar.
Kl. 20:00 - Brekkuskóli. Beth Fox kynnir útivistarstarfsemi fatlaðra í Winter Park, kynning á Klökunum, aðstandendur kynna sína
reynslu.
8. mars 2008
Kl. 9:30-16:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Beth Fox aðstoðar og leiðbeinir þátttakendum á skíðum. Fatlaðir
þátttakendur prófa skíðabúnaðinn.
Kl. 17:30 - Skautahöllin á Akureyri. Kynning á sérbúnaði til skautaiðkunar.
9. mars 2008
Kl. 09:30-15:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Beth Fox aðstoðar og leiðbeinir þátttakendum á skíðum. Fatlaðir
þátttakendur prófa skíðabúnaðinn.
Kl. 15:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Veitingaskáli. Umræður og fyrirspurnir í lok námskeiðs.
10. mars 2008
Kl. 09:00-15:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Stoppar þekkingarleysi útivistarmöguleika fatlaðra? Málþing um
vetraríþróttir fatlaðra.
Allir velkomnir
Nánari upplýsingar gefur Þröstur Guðjónsson formaður vetraríþróttanefndar Íþróttasambands fatlaðra
(ÍF)
Sími: 896 1147 netfang: sporri@internet.is