21. febrúar, 2008 - 14:52
Fréttir
Á sameiginlegum fundi sveitarstjórna Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar á dögunum kom fram að sveitarfélögin hafi samþykkt að
ráðast í gagngerar endurbætur á sundlaugarmannvirkjum Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk á þessu
ári. Samþykkt var að Íþróttamiðstöðin sæki um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, með ábyrgð
sveitarfélaganna, vegna fyrirhugaðra framkvæmda, til að fjármagna það sem er umfram fjárhagsáætlun ársins. Einnig fór fram
á fundinum kynning á háhraðaneti í dreifbýli, drögum að samstarfssamningum um leikskólann á Álfasteini og
Þelamerkurskóla og uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu.