Óska viðræðna við ráðamenn vegna vanda fiskvinnslunnar

Á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands í gær var samþykkt að óska viðræðna við forsætisráðherra og félagsmálaráðherra vegna þess alvarlega ástands sem er að skapast í fiskvinnslu. Uppsagnir og óvissa mun hafa atgerfisflótta í för með sér, sem skaða mun greinina til lengri tíma. Framkvæmdastjórnin krefst uppstokkunar á úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða og ábyrgðar í því sambandi, áður en það verður endanlega um seinan. Á fundinum ítrekaði framkvæmdastjórnin sjónarmið sín um málefni fiskvinnslunnar. Hún krefst uppstokkunar á úthlutun aflaheimilda og nýrra samfélagslegra skilyrða í því sambandi, áður en það verður endanlega um seinan. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.

Nýjast