Ofsaakstur á Hörgárbraut

Lögreglan á Akureyri stöðvaði 8 ökumenn fyrir of hraðan akstur í gærkvöld. Einn ók sýnu hraðast, en bifreið hans mældist á 109 km hraða á Hörgárbraut þar sem leyfilegur hraði er 50 km. Ekki er vitað hvað olli þessum ofsaakstri en ökufanturinn má sennilega punga út um 90 þúsund krónum í sekt og vera án ökuleyfis í 3 mánuði.

Nýjast