Óður til sauðkindarinnar á haustþingi

Haustþing AkureyrarAkademíunnar verður haldið í  Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti, laugardaginn 3. nóvember kl. 13 - 19 og er öllum opið endurgjaldslaust. Þingið er óður til sauðkindarinnar. Þar verður fléttað saman hugvísindum, búvísindum, listum og matarmenningu til að gefa sem sannasta mynd af þessari auðlind okkar í gegnum tíðina, en þó með áherslu á nútímann. Til að krydda áhugaverð erindi og umræður verður boðið upp á sýningu þar sem getur að líta sýnishorn af þeim fatnaði og handverki sem í dag er unnið úr sauðkindinni og í lok dagsins verður boðið upp á smakk af dýrindis kræsingum unnum úr þessari sömu sauðkind. Bækur og myndir sem tengjast sauðkindinni verða kynntar í hléi.

Nýjast