07. ágúst, 2007 - 12:18
Fréttir
Nýtt bæjarskilti með leiðarvísum fyrir Akureyrarbæ var sett upp fyrir helgina og hefur væntanlega komið sér vel fyrir gesti helgarinnar sem og aðra sem leið eiga um bæinn. Á áætlun var að setja þetta bæjarkort upp fyrr en ákveðið að bíða eftir fullkomnara og betur uppfærðu korti en miklar framkvæmdir hafa gert það að verkum að götum og jafnvel hverfum í bænum hefur fjölgað nánast vikulega. Hér er kortið komið uppfært til dagsins í dag með nákvæmum leiðarvísum. Einnig greinargóðum upplýsingum og símanúmerum flestra stofnana og fyrirtækja í Akureyrarbæ. Upplýsingaskiltin eru nánast það fyrsta sem ferðafólk kemur að hér og eru í senn andlit bæjarins, leiðarvísir og leiðarljós, bæði fyrir bæjarbúa, gesti og ferðafólk allan ársins hring. Grafísk vinna var gerð hjá Nýprent á Sauðárkróki en Ásprent-Stíll sá um prentun og upplímingu. Alþjóðlegt Framtak ÍS sér um framkvæmd endurnýjana og uppfærslu skiltisins í samstarfi við Akureyrarbæ.