20. apríl, 2008 - 11:20
Fréttir
Fyrirtækið Tæting á Akureyri hefur tekið í notkun nýjan og mjög öflugan færanlegan tætara, sem tætir niður tré,
trjágreinar og timbur.
Jörundur H. Þorgeirsson framkvæmdastjóri sagði að það hefði mikla þýðingu fyrir fyrirtækið að fá þetta
nýja tæki, afköstin aukist til mikilla muna, varan sé betri, þ.e. kurlið og eldsneytissparnaðurinn umtalsverður. Tækið tætir niður
trjá- og timburúrgang og er hreint kurl notað í jarðgerð fyrirtækisins en kurl úr óflokkuðu timbri er notað í að þekja
yfir ruslahaugana á hverju kvöldi, til að varna foki og því að fuglar og önnur dýr komist í ruslið. "Með þessu erum við að
búa til verðmæti úr úrgangnum og nýta á haugunum í stað þess að keyra þangað möl sem yfirlag," sagði
Jörundur.