14. nóvember, 2007 - 15:55
Fréttir
Ný og betri mótttaka fyrir sykursjúka var formlega opnuð á dag- og göngudeild lyflækinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, í dag, á alþjóðadegi sykursjúkra. Deildin er staðsett á 1. hæð í Suðurálmu og er gengið inn að sunnan. Við þetta tækifæri afhentu fulltrúar frá Samtökum sykursjúkra á Norðurlandi deildinni nýtt tæki til að mæla langtíma blóðsykur. Einnig bárust deildinni fleiri gjafir á þessum tímamótum.