Notkun salts til hálkuvarna á götur Akureyrar mótmælt

Á fundi framkvæmdaráðs Akureyrar í gær var kynntur undirskriftarlisti 559 ökumanna sem skrifuðu undir mótmæli gegn notkun salts til hálkuvarna á götur Akureyrar. Í bókun ráðsins kemur fram að Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar hafi frá því í nóvember 2007 gert tilraunir með notkun á sandi (97%) og salti (3%) til hálkuvarna á völdum stöðum í bænum. Reynslan af þessum tilraunum verður metin í lok vetrar og þá tekin ákvörðun um það hvort þessi blanda hentar til hálkuvarna á Akureyri.

Nýjast