19. júní, 2008 - 15:55
Fréttir
Samningar liggja fyrir milli Eyjafjarðarsveitar og Norðurorku hf. um kaup á hitaveitu Eyjafjarðarsveitar og er gert ráð fyrir að hluti kaupverðs verði
greiddur með nýju hlutafé að nafnverði kr. 1.000.000.
Á fundi bæjarráðs í morgun var tekið fyrir erindi frá Norðurorku varðandi hlutafjáraukningu og óskað er eftir því
að Akureyrarbær falli frá forkaupsrétti á nýju hlutafé. Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt
Akureyrarbæjar.