27. ágúst, 2007 - 14:16
Fréttir
Mjög mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll í sumar og fóru um 21 þúsund manns um völlinn í júnímámuði og aftur í júlí þar sem venjuleg umferð er um 15-18 þúsund manns. Þá varð mjög mikil aukning í flugi til Grímseyjar en þangað fóru 1270 manns í júní miðað við 720 í sama mánuði í fyrra. Ferjuleysi kann að skýra þessa miklu aukningu flugfarþega til Grímseyjar. Í sjúkraflugi á Akureyri er aukning frá fyrra ári sem og í flutningi á vörum til útlanda.