28. febrúar, 2008 - 18:36
Fréttir
María Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar til þriggja ára frá 1. mars
2008 til 1. mars 2011. María var valin úr hópi 12 umsækjenda, þar sem tveir óskuðu nafnleyndar. Hún tekur við stöðunni af
Magnúsi Geir Þórðarsyni, sem hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Nýr leikhússtjóri mun
hefja störf fljótlega og mun á vordögum starfa við hlið fráfarandi leikhússtjóra. Meginverkefni Maríu fyrstu dagana í starfi
verður að velja verkefni og listamenn næsta leikárs sem hefst 1. ágúst 2008. Stjórn Leikfélags Akureyrar væntir mikils af störfum
Maríu sem tekur við einstaklega góðu búi eftir uppgangstíma síðustu ára. Sjálf hefur María leikstýrt fjölda verka
á síðustu árum hjá Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Íslands, Sögn ehf. og Þjóðleikhúsinu.