Margir á faraldsfæti fyrir jólin

Fjölmargir landsmenn eru á faraldsfæti fyrir þessi jól líkt og venjulega og fara starfsmenn Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli ekki varhluta af því. Í gær var flogið 12 sinnum milli Akureyrar og Reykjavíkur, í dag laugardag verða farnar 7 ferðir, á morgun, Þorláksmessu, verða farnar 8 ferðir og á aðfangadag verða farnar þrjár ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur. Kristján Bjarnason, þjónustustjóri Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli, gerir ráð fyrir að flugfarþegar á áðurnefndum dögum verði á þriðja þúsund talsins. Fullt er í allar vélar sem koma frá Reykjavík til Akureyrar en heldur færri farþegar eru á leiðinini frá Akureyri. Þá hefur verið mikið um fraktflutninga flugleiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur. Einnig ferðast margir með áætlunarbílum á milli staða innanlands, sem og á einkabílum. Samkvæmt veðurspá ætti að vera þokkalegasta ferðaveður víðast hvar.

Nýjast