Mannabreytingar hjá Norðlenska

Jóna Jónsdóttir hefur verið ráðin í stöðu starfsmannastjóra Norðlenska og Björn Steingrímsson í stöðu gæðastjóra. Jóna mun hefja störf í maí og Björn í apríl. Jóna Jónsdóttir tekur við stöðu starfsmannastjóra Norðlenska af Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur og Björn Steingrímsson tekur við stöðu gæðastjóra af Önnu Maríu Jónsdóttur. Jóna hefur starfað hjá Háskólanum á Akureyri frá 2001, nú síðast sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs. Hún er með M.A. próf í mannauðsstjórnun frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og B.S.-próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Björn Steingrímsson starfaði frá 2005 sem verk- og gæðastjóri hjá fiskvinnslunni Festi ehf. í Hafnafirði. Hann er með B.S. gráðu í matvælaframleiðslufræði frá sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri.

Nýjast