25. janúar, 2008 - 10:50
Fréttir
Lögreglan á Akureyri handtók mann í gærkvöld sem grunaður var um innbrot í leikskólann Flúðir og þrjá bíla fyrr
í vikunni. Í innbrotinu í leikskólann var tveimur tölvum stolið, sem og plöstunarvél og ritföngum en lausamunum var stolið úr
bílunum. Við húsleit á heimili mannsins fannst þýfi úr innbrotunum svo og þýfi úr fimm öðrum óupplýstum
innbrotum frá síðasta ári auk tóla og tækja til fíkniefnaneyslu.