31. janúar, 2008 - 13:14
Fréttir
Ljóðalög eftir Jón Hlöðver Áskelsson verða flutt á tónleikum á tónlistarhátíðinni Myrkir
músíkdagar í Laugarborg, sunnudaginn 3. febrúar kl. 14:00 og í Norræna húsinu, þriðjudaginn 5. febrúar kl. 12:15. Það eru
Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari sem flytja. Ljóðin les Björn A. Ingólfsson upp
í Eyjafirði, en Kristján Valur Ingólfsson í Reykjavík. Á efnisskránni er söngvaflokkurinn „Vísur um draum" við 12
ljóð eftir Þorgeir Sveinbjarnarson, Einnig verður fluttur þriggja laga söngvasveigur "Mýrarminni" við ljóð eftir Jón Bjarman, Sverri
Pálsson og Snorra Hjartarson.