Lítið mál að koma þyrlunni TF-LÍF fyrir í flugskýli á Akureyri

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF er komin í flugskýli á Akureyri, er það skýli 13, sem er í eigu sjúkraflugsins á Akureyrarflugvelli og fleiri. Að sögn Kristjáns Víkingssonar, eins eiganda skýlisins,  var ekkert mál að koma TF-LÍF inn skýlið og passar hún ágætlega þar inni. Eins og fram hefur komið hafa níu af tíu þingmönnum í Norðausturkjördæmi og úr öllum flokkum lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þyrlubjörgunarsveit á Akureyri. Bent hefur  verið á að með staðsetningu þyrlu á Akureyri sé öryggi sjófarenda á hafsvæðinu fyrir norðan og austan land aukið til muna. Auk þess gegni þyrlur Landhelgisgæslunnar nú mikilvægu hlutverki við björgun á landi og þar geti fjarlægð frá slysstað ráðið úrslitum um það hvernig til tekst. Á Akureyri er góð reynsla af sjúkraflutningum og FSA er varasjúkrahús landsins. Það er því ljóst að hér er gott bakland til að styðja við þessa starfsemi.

Nýjast