Líflegt á dekkjaverkstæðunum

Það var líflegt á dekkjaverkstæðunum á Akureyri í morgun enda fljúgjandi hálka á götum bæjarins. Fjölmargir ökumenn voru mættir til að skipta yfir á vetrardekk en það kemur Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart þegar fer að snjóa á haustin. Seinni partinn í gær fór að snjóa á Akureyri og varð jörð alhvít á skömmum tíma. Lögreglan  fékk tilkynningu um 5 minni háttar árekstra í gærkvöld og einn í morgun. Engin slys urðu á fólki en eitthvert eignatjón.

Nýjast