25. febrúar, 2008 - 17:55
Fréttir
Framkvæmdir við lengingu Akureyrarflugvallar ættu að geta hafist í apríl nk. Ríkiskaup hafa, fyrir hönd Flugstoða, óskað eftir
tilboðum í verkið og verða þau opnuð 8. apríl nk. Samkvæmt útboði skal verktaki m.a. jarðvegsskipta í suðurenda brautar á um
600 metra löngu svæði og á um 150 metra svæði í norðurenda brautarinnar. Flugbrautin verður lengd um 460 metra til suðurs en einnig verða
öryggisvæði stækkuð í báða enda. Gert er ráð fyrir að í undirbyggingu og fyllingar fari um 180.000 rúmmetrar af efni.
Sunnan Leiruvegar á að koma fyrir rofavarinni fyllingu og sökklum undir stefnuvita og aðkomuvegi þaðan að norðurhluta vinnusvæðis. Aðkomuvegur
að suðurenda skal gerður rétt norðan aðkomu að Kjarnaskógi. Þá færir verktaki Brunná suður fyrir flugvöll og rofver
nýjan farveg að hluta.