Leikirnir í 1.deild karla færðir í Bogann

Leikur KS/Leiftur og Þórs sem átti að fara fram á Ólafsfjarðarvelli verður færður í Bogann. Völlurinn á Ólafsfirði er ekki búinn að jafna sig eftir veturinn því þurfti að færa leikinn. Leikurinn fer fram á þriðjudaginn 13.maí kl. 20:00.

Þá mun einnig leikur KA manna og Fjarðabyggðar sem er á mánudaginn 12.maí vera leikinn í Boganum meðan beðið er eftir að Akureyrarvöllur nái sér eftir veturinn. Leikurinn hefst kl.17:00.

Nýjast