24. janúar, 2008 - 12:52
Fréttir
Bæjarráð Akureyrar samþykkti í morgun, að ósk skipulagsnefndar, að segja upp leigusamningi við ábúendur á Ytra-Krossanesi fyrir
1. febrúar nk. Samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er gert ráð fyrir að svæðið við Ytra-Krossanes verði nýtt sem iðnaðar-
og athafnasvæði. Í gangi er deiliskipulagsvinna m.a. af umræddu svæði og því sé þörf á að leigusamningi
ábúenda Ytra-Krossaness verði sagt upp fyrir 1. febrúar, með 6 mánaða uppsagnarfresti.