Launatekjur skerðast um 470 milljónir króna á tveimur árum

Launatekjur Akureyringa skerðast líklega um 470 milljónir króna á næstu tveimur árum vegna 30% niðurskurðar á þorskkvóta. Þetta er niðurstaða Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt útreikningum stofnunarinnar skerðast launatekjurnar um 260 milljónir króna á þessu fiskveiðiári og um 210 milljónir á því næsta. Líklegt er talið að tekjurnar dragist saman um samtals 260 milljónir króna á Dalvík, og um 270 milljónir króna í Fjallabyggð. Hlutfallslega verður skerðingin á launum mest í Grímsey, eða 13 % af launatekjunum. Það þýðir að tekjurnar dragast saman á næstu tveimur árum um samtals 70 milljónir króna. Í Norðurþingi er talið að tekjurnar dragist saman um samtals 130 milljónir og um 100 milljónir króna í Skagafirði. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Nýjast