Landsbankamót Þórs í 4.flokki karla og kvenna

Um helgina fór fram Landsbankamót Þórs fyrir 4.flokk karla og kvenna í knattspyrnu. Leikið var í 11 manna liðum á Þórsvellinum og voru keppendur tæplega 400 í það heila.

Hjá báðum kynjum var spilað í A- og B-liðum og fór það svo að Þórsarar sigruðu bæði í A- og B-liðum hjá 4.flokki karla eftir mikla baráttu.

Hjá stelpunum vann Breiðablik keppni A-liða eftir öruggan 5-1 sigur á Þórsstelpum í hreinum úrslitaleik um titilinn. Í b-liðakeppninni vann FH hins vegar tiltölulega sannfærandi sigur með 3 stigum meira en næsta lið.

Mótið þótti heppnast afar vel þrátt fyrir að mjög kalt væri í veðri. Mikil dagskrá var í kringum mótið og fengu þátttakendur svo sannarlega mikið fyrir þær krónur sem þeir borguðu fyrir að vera með.

Nýjast